Söngsveitin 50 ára!

Söngsveitin Fílharmónía heldur á þessu starfsári uppá 50 ára afmæli sitt. Kórinn hefur á þessari hálfu öld frumflutt mörg af helstu kórverkum tónbókmenntanna. Það var um vorið 1959 sem undirbúningur að starfsemi Söngvseitarinnar hófst en helsti hvatamaður þess var vel menntaður og hæfileikaríkur tónlistarmaður, Róbert Abraham Ottósson. Fyrstu tónleikar kórsins voru í maí 1960 þegar Söngsveitin frumflutti ásamt Þjóðleikhúskórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands Carmina Burana eftir Carl Orff.

Æfing vorið 2009

Frá æfingu kórsins í Langholtskirkju í mars sl.

Haldið verður upp á hálfrar aldar afmælið með viðburðaríkri og glæsilegri dagskrá þar sem helstu verkefni verða Misa Criolla eftir Ariel Ramírez og Fjölmenningarmessa eftir Yamandú Pontvik sem fluttar verða á tónleikum í haust, aðventutónleikar í desember, Magnificat eftir John Rutter verður flutt í febrúar í samstarfi við Lúðrasveit verkalýðsins og kór Fella- og Hólakirkju og hápunktur starfsársins eru afmælistónleikar í vor þar sem frumflutt verður stórt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson ásamt köflum úr ýmsum stórverkum sem Söngsveitin hefur sungið. Verk Tryggva er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, og texti er meðal annars fenginn úr Heimsljósi Halldórs Laxness.

Kórstjóri Söngsveitarinnar er Magnús Ragnarsson.

RADDPRÓF fyrir nýja félaga verða sunnudaginn 30. ágúst kl. 16, í Melaskóla. Kórreynsla er æskileg. Kórinn æfir á miðvikudagskvöldum frá kl 19 til 22 auk nokkurra laugardaga. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins á www.filharmonia.mi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband