Um Gaudeamus og Brahms - 2

Það skal víst leiðrétt sem lesa mátti úr fyrri færslu að Johannes Brahms hafi sjálfur samið Gaudeamus igitur. Svo er ekki, enda lagið ævafornt og ekki vitað hver það samdi, en rétt er að Brahms fékk laglínuna að láni í lokakafla akademíska forleiksins sem vissulega var frumfluttur í Wroclaw eins og áður sagði.  

Sums staðar er því haldið fram að Gaudeamus sé upprunninn á 13. öld en engar heimildir eru í raun um það aðrar en gamalt handrit sem sýnir ljóðlínur mjög svipaðar öðru og þriðja erindi Gaudeamus, en ljóðinu fylgja nótur við allt annað lag og orðin Gaudeamus Igitur koma hvergi fyrir.

skjöldurLagið var vel þekkt í Þýskalandi á 18. öld, en textinn á latínu eins og hann þekkist nú var birtur í sönghefti C. W. Kindleben árið 1781, 100 árum fyrir verk Brahms. Blogghöfundi hefur ekki tekist að finna hver samdi íslenska textann, viti einhver svarið er vel þegið að fá það í athugasemd við færsluna.

Á myndinni til hægri sést skjöldur úr Wroclaw háskóla þar sem Brahms trónir efstur á lista margra merkra tónlistarmanna sem hafa orðið heiðursdoktorar við skólann.

Að neðan er svo önnur mynd af tónlistarsalnum þar sem verk Brahms var frumflutt. Þessi salur var gjöreyðilagður í stríðinu en hefur verið nostursamlega endurgerður í sem upprunanlegastri mynd.músiksalurinn

Hátíðarsalurinn frægi sem minnst er á í myndatextum slapp hins vega algjörlega undan sprengingum og er því alveg upprunanlegur og mikið stolt Wroclawbúa. Ekki amalegt að taka við útskriftarskírteini í svona salarkynnum, Háskólabíó bliknar í samanburði...

hátíðarsalurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gh.

Íslenski textinn sem sunginn er við Gaudeamus igitur er eftir Jón Helgason og er birtur í ljóðabók hans, "Úr landsuðri".

gh., 6.5.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband