Í fótspor Brahms - fróðleikur um Gaudeamus

Við fengum tækifæri til að skoða gömlu aðalbyggingu hins fornfræga háskóla í Wroclaw sem er ríflega 300 ára gamall.haskolinn

Þar er að finna hinn ríkulega skreytta hátíðarsal Aula Leopoldina, en nokkrar myndir þaðan sáust í eldri færslu. Þessi salur slapp alveg undan skemmdum í stríðinu og er upplifun að ganga þar inn en salurinn er einstakur minnisvarði um uppruna skólans á barokk tímabilinu.

Annar fallegur en aðeins látlausari salur er á neðri hæð byggingarinnar en sá salur var og er mikið notaður til tónleikahalds.  Árið 1879 var Johannes Brahms sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskólann. Hann þakkaði fyrir sig með því að semja akademískan forleik og var verkið frumflutt árið 1881 einmitt í þessum sal. Lokakafli þessa verks hefur síðan orðið þekktur sem hátíðarsöngur stúdenta um heim allan - Gaudeamus Igitur, Kætumst meðan kostur er. Að sjálfsögðu söng Söngsveitin þetta lag í salnum þar sem það var frumflutt, bæði á frummáli og íslensku! sungið í háskólanum 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband