Minningar og myndir frá Póllandi

dreki_skuggamyndFleiri myndir hafa nú verið settar inn í myndaalbúmin úr þessari vel heppnuðu ferð okkar til Póllands (krækjur hér beggja megin). Það sem upp úr stendur í hug þess sem hér bloggar er hversu glæsilegir tónleikar okkar voru og hvað borgirnar tvær sem við komum til eru báðar fallegar og vinalegar. Við höfðum dagpart til að ganga um Krakow í fylgd góðra leiðsögumanna, þá borg þekkja margir Íslendingar enda vinsæll áfangastaður stuttra borgarferða.hallargardur  Meðal annars var skoðaður hinn glæsilegi Wawel kastali sem gnæfir yfir borgina og nokkur ættjarðarlög sungin í fallegum hallargarði.

 Wroclaw þekktu fæst okkar fyrir þessa ferð, en eins og sjá má á myndunum er hún einstaklega falleg og snyrtileg borg. Mættu borgaryfirvöld í Reykjavík taka sér til fyrirmyndar hversu vel er hlúð að elsta hluta borgarinnar og gömlum byggingum vel viðhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru félagar!

Til hamingju með góða ferð til Póllands.  Mikið óskaplega langaði mig með ykkur, kannski bara næst

Bestu kveðjur að vestan

Olga Veturliðadóttir (fyrrum félagi)

Olga V (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband