Fagnaðarlæti í Wroclaw Fílharmóníuhöllinni

Tónleikarnir tókust frábærlega í gærkvöldi og fögnuðu áheyrendur vel og lengi. Hér fyrir neðan sést hópurinn skömmu fyrir tónleikana fyrir utan Fílharmóníusalinn.

korinn

Fleiri myndir eiga eftir að birtast frá tónleikunum sjálfum.

plakatasúlaEins og komið hefur fram voru tónleikarnir ágætlega auglýstir, hér má sjá plakatasúlu nálægt tónleikahöllinni.

Nú í morgun kveðjum við svo Wroclaw og höldum áleiðis til Krakow sem við fáum tækifæri til að skoða. Í kvöld verður snætt á veitingahúsi í gamla gyðingahverfinu og hlýtt á klezmer tónlist, en eins og glöggir áhangendur Söngsveitarinnar muna gerði kórinn þeirra skemmtilegu tónlist góð skil á tónleikum síðastliðið haust með Ragnheiði Gröndal, Hauki Gröndal og þjóðlagahljómsveit hans. (Um það má lesa hér.) 


Á ljósaskilti í útlöndum!

Þetta minnti nú nánast á sjónvarpsauglýsinguna þar sem grínast er með heimsfrægð Íslendinga, en þegar við komum á fyrstu æfingu í morgun í Fílharmóníuhöllina sem kennd er við pólska tónskáldið Witold Lutoslawski,  blasti við okkur stærðar ljósaskilti þar sem tónleikarnir annað kvöld eru auglýstir og svo rúllar líka ljósmynd af kórnum yfir skjáinn!

ljosaskilti2

ljosaskilti1

Myndin var tekin í Langholtskirkju fyrir vortónleika kórsins 2006 af Sonju Þórsdóttur og hefur prýtt heimasíðu kórsins. Þessir tónleikar 2006 voru einmitt fyrstu tónleikar kórsins undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Sá hinn sami stjórnaði æfingunni í morgun af röggsemi og hljómsveitin var með allt sitt á hreinu. það ríkir mikil eftirvænting í hópnum fyrir mogundaginn.

aefing2

aefing1

Wroclaw sjarmerandi borg

Orðspor Wroclaw borgar stendur alveg undir sér, borgin er litrík og falleg og skartaði sínu fegursta þegar kórinn gekk um miðborgina með leiðsögn heimamanna. 

Við ánna Odra:

odra1

odra2

bjorn

stytta1

hundar

Í hátíðarsal Wroclaw háskólans:

aula

aula1

Gamla ráðhúsið:

Gamla ráðhúsið

Litrík hús:

house

house2


Á morgun leggjum við í hann!

Nú er stundin runnin upp. Á morgun heldur hópurinn áleiðis til Krakow og þaðan áfram með rútu til Wroclaw en þangað er ferð okkar heitið. 20. apríl verða svo tónleikar okkar með Lutoslawski sinfóníuhljómsveitinni, en á efnisskránni er Þýsk Sálumessa Brahms, sem kórinn flutti fyrir skemmstu á páskatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands við mjög góðar undirtektir (sjá myndir og umfjöllun hér). Fyrir þá sem ekki þekkja það er þýska sálumessan í hugum margra eitt af glæsilegustu kórverkum tónlistarbókmenntanna. „Þetta er sálumessa fyrir þá sem eftir lifa“ sagði tónskáldið um verkið sem tryggði honum frægð um alla Evrópu.

Íslenskir einsöngvarar verða með í för og ekki af verri endanum, þau Hulda Björk Garðarsdóttir og Ágúst Ólafsson, en tónleikunum stjórnar Magnús Ragnarsson, kórstjóri Söngsveitarinnar.

SF_logo2

Borgin Wroclaw (borið fram Vross-vá) er í suðvestur-Póllandi, hún er fjórða stærsta borg Póllands og fyrrum höfuðborg hins forna suður-Sílesíuhéraðs. Hún tilheyrði Þýskalandi um alllangt skeið á 19. og 20. öld og var þá nefnd Breslau. Saga borgarinnar á 20. öld endurspeglar viðburðaríka og oft átakanlega nútímasögu Póllands, en borgin mátti þola miklar hörmungar í seinna stríði.  Wroclaw státar af einstaklega fallegri sögulegri miðborg sem gerð var upp af miklum metnaði eftir eyðileggingu stríðsins. 

Mynd af ráðhúsinu og aðaltorginu:

rathaus2

Tónleikaferðin er endapunktur á viðburðaríkum vetri kórsins en þetta er þriðja starfsár kórsins undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Söngsveitin Fílharmónía, sem brátt fagnar hálfrar aldar afmæli, hefur frá upphafi lagt áherslu á flutning viðamikilla sígildra kórverka með hljómsveit. Kórinn hefur frá upphafið átt náið samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Söngsveitin hefur flutt þetta ástsæla verk alls fimm sinnum á Íslandi en kórinn frumflutti verkið hérlendis með Sinfóníuhljómsveitinni á öðru starfsári sínu árið 1961 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Því má segja að þetta áhrifaríka og heillandi verk eigi sér sérstakan sess í sögu kórsins.

Á þessari síðu reynum við að segja frá því helsta sem á daga okkar drífur!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband