Dvergar og dömubindi - andóf gegn alræðisstjórn

Um álfana í Wroclaw

tveir álfarGlöggir lesendur sem hafa skoðað myndir síðunnar gaumgæfilega hafa vafalaust tekið eftir nokkrum myndum af frægum álfastyttum Wroclawborgar. Einhver kann að halda að þessar penu og krúttlegu bronsstyttur séu bara hugdetta einhvers hugmyndasmiðs ferðamannaskrifstofu borgarinnar, skraut fyrir túrista í stíl við litríku uppgerðu húsin á aðaltorginu og gotneska skrautið sem þekur gamla ráðhúsið. Vissulega eru álfarnir það líka, en hafa þó skemmtilega sögulega skírskotun til síðustu áratuga 20. aldar.

hótelálfurinnWaldemar Fydrych hét ungur hugmyndaríkur stúdent í listasögu við Wroclaw háskóla á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Fydrych átti þátt í að stofna Samstöðu-heyfingu meðal stúdenta, og var einn af skipuleggjendum mikillar friðargöngu 1981. Á tímabilinu frá desember 1981 til júlí 1983 voru sett herlög í Póllandi til að reyna að kæfa vaxandi andóf gegn stjórnvöldum, en þá varð Fydrych frægur fyrir veggmyndir sínar (graff) af einmitt álfum sem hann málaði jafnharðan þar sem stjórnvöld höfðu málað yfir pólitísk slagorð krotuð á veggi.

fangaálfurÁ næstu árum beitti Fydrych ýmsum óhefðbundnum friðsamlegum aðferðum í pólitískri baráttu sinni og var einn af höfuðpaurum "appelsínugulu hreyfingarinnar", en hreyfingin var einn af litríkari öngum andófs almennings gegn hinni steinrunnu og hægfara deyjandi alræðisstjórn.

Ein álfastytta sem er nokkuð ólík hinum og við vitum ekki hvort telst hluti af þessum fimmtán er sérstaklega tileinkuð Fydrych og appelsínugulu hreyfingunni. Sú stendur á risavöxnum þumli.

Fydrych á að hafa skipulagt kröfugöngu þar sem hann klæddist álfabúningi og krafðist frelsi jólasveinsins, en sveinki hafði verið bannaður af stjórnvöldum sem siðspillt myndbirting kapitalismans. Í annarri uppákomu, í mars 1988, dreifði Fydrych dömubindum, sem voru munaðarvara og mjög erfitt að nálgast á þessum tímum. Fyrir þetta athæfi (óvirðingu við stjórnvöld?) var hann fangelsaður! Frelsissviptingu hans var harðlega mótmælt og var honum sleppt eftir þrjá mánuði.

varðálfurEn aftur að bronsdvergunum í Wroclaw, þeir eru 15 talsins og voru settir upp 2005, gerðir af listamanninum og Wroclaw búanum Tomasz Moczek. Sagt er að þetta séu nútímalegar styttur búnar GPS staðsetningarbúnaði, en ein þeirra á víst samt að hafa horfið. Við fundum ekki allar, en hér má sjá nokkrar þeirra.

álfur9Sagt er að Fydrych og stuðningsmenn hans hafi stutt andófsheyfinguna í Úkraínu 2004, "Appelsínugulu byltinguna", og að litur þeirrar hreyfingar eigi þannig rætur að rekja til friðar- og húmor-andófsmannanna í Póllandi frá því 20 árum áður. Fydrych bauð sig fram sem borgarstjóri í Varsjá 2002 og 2006 en hlaut dræman stuðning.

 

 

enn einn dvergur

fataálfur2Þessi fannst við Odra ánna, á nærklæðunum einum saman. Þegar nánar var að gáð var sá stutti að þvo fötin sín.

fataálfur3

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband