Fagnaðarlæti í Wroclaw Fílharmóníuhöllinni

Tónleikarnir tókust frábærlega í gærkvöldi og fögnuðu áheyrendur vel og lengi. Hér fyrir neðan sést hópurinn skömmu fyrir tónleikana fyrir utan Fílharmóníusalinn.

korinn

Fleiri myndir eiga eftir að birtast frá tónleikunum sjálfum.

plakatasúlaEins og komið hefur fram voru tónleikarnir ágætlega auglýstir, hér má sjá plakatasúlu nálægt tónleikahöllinni.

Nú í morgun kveðjum við svo Wroclaw og höldum áleiðis til Krakow sem við fáum tækifæri til að skoða. Í kvöld verður snætt á veitingahúsi í gamla gyðingahverfinu og hlýtt á klezmer tónlist, en eins og glöggir áhangendur Söngsveitarinnar muna gerði kórinn þeirra skemmtilegu tónlist góð skil á tónleikum síðastliðið haust með Ragnheiði Gröndal, Hauki Gröndal og þjóðlagahljómsveit hans. (Um það má lesa hér.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með tónleikana! Skemmtið ykkur vel í dag, sérstaklega í klezmerinu  og góða ferð heim.

Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband