19.4.2008 | 14:47
Á ljósaskilti í útlöndum!
Þetta minnti nú nánast á sjónvarpsauglýsinguna þar sem grínast er með heimsfrægð Íslendinga, en þegar við komum á fyrstu æfingu í morgun í Fílharmóníuhöllina sem kennd er við pólska tónskáldið Witold Lutoslawski, blasti við okkur stærðar ljósaskilti þar sem tónleikarnir annað kvöld eru auglýstir og svo rúllar líka ljósmynd af kórnum yfir skjáinn!
Myndin var tekin í Langholtskirkju fyrir vortónleika kórsins 2006 af Sonju Þórsdóttur og hefur prýtt heimasíðu kórsins. Þessir tónleikar 2006 voru einmitt fyrstu tónleikar kórsins undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.Sá hinn sami stjórnaði æfingunni í morgun af röggsemi og hljómsveitin var með allt sitt á hreinu. það ríkir mikil eftirvænting í hópnum fyrir mogundaginn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mikið væri nú gaman að geta verið með ykkur þarna úti.
Áslaug (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:25
Ég tek svo sannarlega undir það, væri ekki leiðinlegt að vera hluti af Fílharmóní Íslandskí á ljósaskiltinu! Gangi ykkur vel á morgun. Bestu kveðjur í gleðina!
Hrefna Katrín (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.