29.5.2011 | 08:59
Enn syngur vornóttin
Söngsveitin Fílharmónía heldur í tónleikaferð til Vestfjarða næstu helgi, 2. til 5. júní, þar sem haldnir verða tónleikar á Þingeyri, föstudaginn 3. júní kl. 20 og á Ísafirði laugardaginn 4. júní kl. 17.
Höfuðborgarbúum gefst kostur að hlýða á hugljúft og sumarlegt prógram kórsins á tónleikum í Áskirkju þriðjudagskvöld 31. maí kl. 20.
Við flytjum íslenskt sönglög og lög frá Norðurlöndum, meðal annars Vorið eftir Grieg,og fallegan færeyskan sumarsálm. Mætið á tónleika og komist í sólskinsskap! Aðgangseyrir 1500 kr en frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ferðalög, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.