Jan Dismas Zelenka

Söngsveitin Fílharmónía flytur í vor verkið Missa votiva eftir tónskáldið Jan Dismas Zelenka sem fæddur var árið 1679 í Bæheimi í litlum bæ suðaustan við Prag. Hann var af tónlistarfólki kominn en fátt er vitað um uppvöxt hans og ævi framan af. Hann stundaði tónlistarnám í Jesúítaskóla í Prag og gerðist víóluleikari. Þessa messu sem hljómar í fyrsta sinn á Íslandi samdi hann árið 1739 eftir að hafa náð sér eftir tíu ára erfið veikindi. Messan ber einkenni barokkstónlistar enda varð hún til í því umhverfi en samtímis vísar hún til þess sem koma skyldi og heyra má t.d. í tónlist Mozarts og Schuberts.

Fáið frekari fréttir og fróðleik af tónleikunum og tónskáldinu lítt þekkta en spennandi, hér á síðunni! 

Þessi fallega mynd sýnir fæðingabæ tónskáldsins, Louňovice.

lounovice.jpg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl; Söngsveitar fólk !

Þakka ykkur fyrir; þennan fróðleik. Ásamt Barrok tónlistinni; hlýði ég á Miðalda- og Endurreisnar tónlistina, í stopulum tómstundum, þó lítt hafi verið, í seinni tíð.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband