Vetrarstarf að hefjast! Raddpróf SUNNUDAG kl. 14

Senn líður að næsta starfsári Söngsveitarinnar Fílharmóníu, en fyrsta æfing sveitarinnar verður miðvikudaginn 1. september. Ekki verður slegið slöku við í vetur þrátt fyrir annir síðastliðins vetrar, á 50. starfsári kórsins, sem endaði með glæsilegum afmælistónleikum í maí. Undir stjórn söngstjórans, Magnúsar Ragnarssonar, eru fyrirhugaðir þrennir tónleikar þetta starfsárið:

Hausttónleikar verða 31. október í Langholtskirkjuþar sem fluttar verða tvær franskar messur frá lokum 19. aldar: Messe solennelle eftir Louis Vierne og Requiem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar verða Hallveig Rúnarsdóttir og Alex Ashworth og organisti Steingrímur Þórhallsson. Aðventutónleikar verða síðan 12. og 15. desember þar sem Valgerður Guðnadóttir er einsöngvari. Aðeins verður brugðið út af fyrri aðventutónleikum Söngsveitarinnar þar sem þessir tónleikar verða blanda af hefðbundum jólalögum fyrir kór og djasskenndari útgáfum, en djasstríó leikur með kórnum á þessum tónleikunum.

Aðaltónleikar starfsársins eru vortónleikar 3. og 6. apríl í Seltjarnarneskirkju. Þar verður flutt Missa Votiva, eftir tékkneska tónskáldið Jan Zelenka, fyrir kór, 4 einsöngvara og hljómsveit. Þetta er hrífandi og glæsilegt barokkverk eftir tónskáld sem lítt hefur heyrst hér á landi.

Nokkurn veginn fullmannað er í Söngsveitina Fílharmóníu, en þó verður haldið raddpróf fyrir nýja félaga sunnudaginn 29. ágúst kl. 14 í Melaskóla. Þeir sem áhuga kunna að hafa eru beðnir um að hafa samband við Magnús Ragnarsson söngstjóra í síma 6989926 (netfang: Magnus.Ragnarsson@gmail.com).

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu kórsins, www.filharmonia.mi.is.

 

Jan Zelenka

Jan Dismas Zelenka (1679-1745)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband