Fćrsluflokkur: Lífstíll
12.2.2011 | 18:52
BAROKK í BREIĐHOLTI
Söngsveitin Fílharmónía hefur ađ ţessu sinni valiđ vortónleikum sínum stađ í Fella- og Hólakirkju, fallegri og hlýlegri kirkju međ afbragđs hljómburđ. Auđvelt er ađ rata ţangađ, sjá kort. Kirkjan stendur viđ jađar Elliđaárdals rétt handan viđ Menningarmiđstöđina í Gerđubergi.
Eins og áđur hefur komiđ hér fram verđur flutt barokkmessa, Missa votiva, eftir meistarann Jan Dismas Zelenka. Zelenka var uppi á fyrrihluta 18. aldar, fćddist 1679 (sex árum á undan frćgari samtímamönnum hans, Johann Sebastian Bach (1685-1750) og Friedrich Handel (1685-1759). Fyrsti opinberi flutningur á verki eftir Zelenka er skráđur áriđ 1704, á tónleikum í Jesúitaskóla sankti Niklásar í Prag. Hann fluttist til Dresden áriđ 1710 og var víóluleikari viđ Hofkapelle hljómsveitina, en Dresden var ein helsta menningarborg miđ-Evrópu á ţessum tíma og sannkölluđ barokkperla. Missa votiva er eitt fremsta verk ţessa tónskálds sem segja má ađ hafi veriđ enduruppgötvađ á seinni hluta tuttugustu aldar eftir ađ nafn og verk hans lágu í gleymskudái í tvćr aldir.
Tónleikarnir verđa 20. og 23. mars.
Hér er sýnishorn af ţessu magnađa verki, fallegur flutningur Collegium 1704 hljómsveitarinnar og samnefnds kammerkór, undir stjórn samlanda Zelenka, tékkans Václav Luks. (Tónlist eftir Zelenka fćst í 12 Tónum, Skólavörđustíg):
Lífstíll | Breytt 15.2.2011 kl. 23:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2010 | 11:36
Vetrarstarf ađ hefjast! Raddpróf SUNNUDAG kl. 14
Senn líđur ađ nćsta starfsári Söngsveitarinnar Fílharmóníu, en fyrsta ćfing sveitarinnar verđur miđvikudaginn 1. september. Ekki verđur slegiđ slöku viđ í vetur ţrátt fyrir annir síđastliđins vetrar, á 50. starfsári kórsins, sem endađi međ glćsilegum afmćlistónleikum í maí. Undir stjórn söngstjórans, Magnúsar Ragnarssonar, eru fyrirhugađir ţrennir tónleikar ţetta starfsáriđ:
Hausttónleikar verđa 31. október í Langholtskirkjuţar sem fluttar verđa tvćr franskar messur frá lokum 19. aldar: Messe solennelle eftir Louis Vierne og Requiem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar verđa Hallveig Rúnarsdóttir og Alex Ashworth og organisti Steingrímur Ţórhallsson. Ađventutónleikar verđa síđan 12. og 15. desember ţar sem Valgerđur Guđnadóttir er einsöngvari. Ađeins verđur brugđiđ út af fyrri ađventutónleikum Söngsveitarinnar ţar sem ţessir tónleikar verđa blanda af hefđbundum jólalögum fyrir kór og djasskenndari útgáfum, en djasstríó leikur međ kórnum á ţessum tónleikunum.
Ađaltónleikar starfsársins eru vortónleikar 3. og 6. apríl í Seltjarnarneskirkju. Ţar verđur flutt Missa Votiva, eftir tékkneska tónskáldiđ Jan Zelenka, fyrir kór, 4 einsöngvara og hljómsveit. Ţetta er hrífandi og glćsilegt barokkverk eftir tónskáld sem lítt hefur heyrst hér á landi.
Nokkurn veginn fullmannađ er í Söngsveitina Fílharmóníu, en ţó verđur haldiđ raddpróf fyrir nýja félaga sunnudaginn 29. ágúst kl. 14 í Melaskóla. Ţeir sem áhuga kunna ađ hafa eru beđnir um ađ hafa samband viđ Magnús Ragnarsson söngstjóra í síma 6989926 (netfang: Magnus.Ragnarsson@gmail.com).
Nánari upplýsingar eru á heimasíđu kórsins, www.filharmonia.mi.is.
Jan Dismas Zelenka (1679-1745)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 18:18
Ćfingar hafnar á HEIMSLJÓSI - íslenskri sálumessu
Ađalverkefni Söngsveitarinnar Fílharmóníu á ţessu 50 ára afmćlisári eru veglegir tónleikar 9. og 11. maí ţar sem frumflutt verđur nýtt íslenskt tónverk sem kórinn pantađi í tilefni af ţessum merku tímamótum af Tryggva M. Baldvinssyni.
Ađ afloknum seinustu tónleikum (sjá fyrri fćrslu) eru ćfingar nú í fullum gangi. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ kórfélagar eru mjög spenntir yfir ţessu fallega og hrífandi verki Tryggva og er mikil eftirvćnting í hópnum ađ fá ađ heyra og flytja verkiđ í heild sinni, međ hljómsveit og einsöngvurum.
Tónlistin er skrifuđ viđ texta úr Heimsljósi Laxness og líkt og ţađ snilldarverk endurspeglar tónlistin ólgandi tilfinningum, hrjóstugri og fagurri íslenskri náttúrunni.
Á tónleikunum verđa jafnframt fluttir valdir kaflar úr nokkrum ţeim fjölda klassískra verka sem Söngsveitin hefur flutt á ferli sínum, yfirlit yfir öll verk sem kórinn hefur flutt má finna á heimasíđu Söngsveitarinnar, en kórinn flutti í fyrsta sinn hér á landi mörg helstu stórverk fyrir kór og hljómsveit, svo sem Carmina Burana, 9. sinfóníu Beethovens, Ţýska sálumessu Brahms, og Missa Solemnis eftir Beethoven.
Merkiđ viđ ţessa daga í dagbókinni!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 11:51
'Međ gleđiraust og helgum hljóm' - í kvöld og miđvikudagskvöld
Ađventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu eru fastur liđur í jólaundirbúningnum og ómissandi hjá fjölmörgum unnendum kórsins. Söngsveitin reiđ á vađiđ međ jólatónleika sína fyrir rúmum tveimur áratugum og hefur alla tíđ lagt mikiđ uppúr ađ bjóđa upp á fjölbreytt efni međ nýjum og spennandi lögum fyrir hver jól en stemmningin og hátíđleikinn eru ávallt fyrir hendi.
Tónleikarnir eru í Langholtskirkju í kvöld, sunnudag, klukkan 20 og miđvikudagskvöld 9.12. einnig klukkan 20.
Í ár má geta ţess ađ viđ frumflytjum nýtt og fallegt verk eftir kórstjórann okkar snjalla, Magnús Ragnarsson, sem hann samdi og gaf kórnum í tilefni fimmtíu ára afmćlis kórsins. Viđ flytjum ađ sjálfsögđu fallegar og sígildar jólaperlur, međal annars Ó Helga nótt, ţar sem einsöngvarinn Ágúst Ólafsson er í ađalhlutverki, hann syngur líka einsöng í gullfallegum fćreysku jólasálmi sem viđ fluttum í fyrra og vakti mikla hrifningu. Viđ bryddum uppá lögum úr fleiri áttum og syngjum auk fćreyskunnar á ensku, rússnesku, latínu og katalónsku. Međal spennandi efnisliđa er verkiđ Ave Maris Stella eftir norska tónskáldiđ Trond Kverno sem er krefjandi en hreint ótrúlega grípandi og tilfinningaţrungiđ verk. Kaflinn Ave Maria úr Náttsöngvum Rachmaninovs er ofarlega á vinsćldalista kórfélaga en ţetta hlýlega og stórbrotna rússneska verk lćtur engan ósnortinn.
Nokkur verka tónleikanna verđa flutt međ orgelleik Guđnýjar Einarsdóttur sem gerir barokkorgelinu mikla í Langholtskirkju góđ skil í glćsilegum útsetningum og bókstaflega fyllir kirkjuna af fögrum hljómum međ 70 söngvurum Söngsveitarinnar!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2009 | 07:59
Söngsveitin 50 ára!
Söngsveitin Fílharmónía heldur á ţessu starfsári uppá 50 ára afmćli sitt. Kórinn hefur á ţessari hálfu öld frumflutt mörg af helstu kórverkum tónbókmenntanna. Ţađ var um voriđ 1959 sem undirbúningur ađ starfsemi Söngvseitarinnar hófst en helsti hvatamađur ţess var vel menntađur og hćfileikaríkur tónlistarmađur, Róbert Abraham Ottósson. Fyrstu tónleikar kórsins voru í maí 1960 ţegar Söngsveitin frumflutti ásamt Ţjóđleikhúskórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands Carmina Burana eftir Carl Orff.
Frá ćfingu kórsins í Langholtskirkju í mars sl.
Haldiđ verđur upp á hálfrar aldar afmćliđ međ viđburđaríkri og glćsilegri dagskrá ţar sem helstu verkefni verđa Misa Criolla eftir Ariel Ramírez og Fjölmenningarmessa eftir Yamandú Pontvik sem fluttar verđa á tónleikum í haust, ađventutónleikar í desember, Magnificat eftir John Rutter verđur flutt í febrúar í samstarfi viđ Lúđrasveit verkalýđsins og kór Fella- og Hólakirkju og hápunktur starfsársins eru afmćlistónleikar í vor ţar sem frumflutt verđur stórt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson ásamt köflum úr ýmsum stórverkum sem Söngsveitin hefur sungiđ. Verk Tryggva er fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, og texti er međal annars fenginn úr Heimsljósi Halldórs Laxness.
Kórstjóri Söngsveitarinnar er Magnús Ragnarsson.
RADDPRÓF fyrir nýja félaga verđa sunnudaginn 30. ágúst kl. 16, í Melaskóla. Kórreynsla er ćskileg. Kórinn ćfir á miđvikudagskvöldum frá kl 19 til 22 auk nokkurra laugardaga. Nánari upplýsingar má finna á heimasíđu kórsins á www.filharmonia.mi.is.
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)